Verð á fatnaði hækkar um 5,3%

Sumarútsölur eru um garð gengnar og hækkaði verð á fötum …
Sumarútsölur eru um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% í september mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september hækkaði um 0,76% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,98% frá ágúst.  Er hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða í takt við spár greiningardeilda.

Sumarútsölur eru um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (vísitöluáhrif 0,28%). Verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um 3,9% (0,23%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 9,5% (0,14%).

Búvara og grænmeti hækka um 5,6%

Búvörur og grænmeti hafa hækkað um 5,6% á síðustu tólf mánuðum á meðan innfluttar vörur hafa hækkað um 3,2% í verði á sama tímabili. Innlendar vörur og grænmeti hafa hækkað um 4,6% frá því í september í fyrra.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitalan án húsnæðis um 4,5%. Í ágúst var verðbólgan 4,1% mæld á tólf mánaða tímabili, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,5% verðhjöðnun á ári (0,4% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK