Spænskir bankar þurfa á 59,3 milljarða evra fjárhagsaðstoð að halda til að koma rekstrinum í eðlilegt horf, samkvæmt niðurstöðum óháðrar úttektar á stöðu bankanna, sem seðlabanki Spánar birti í dag.
Álagsmælingar sem gerðar voru á 14 bankahópum leiddu í ljós, að mest væri þörfin fyrir aukið fé hjá Bankia-bankanum, eða 24,7 milljarðar evra. Þeim banka hefur einu sinni verið bjargað frá þroti frá því bankakreppan skall á árið 2008.