Vill skuldabréfaútgáfu og útgönguskatt

Frank Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Sjóðurinn telur að Seðlabankinn …
Frank Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Sjóðurinn telur að Seðlabankinn þurfi að ráðast í frekari vaxtahækkanir. mbl.is/Ómar

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn styður að far­in sé sú leið að gefa út skulda­bréf í er­lendri mynt til langs tíma til að losa um snjó­hengju af­l­andskróna sem eru fast­ar inn í hag­kerf­inu.

Sjóður­inn tel­ur einnig þörf á út­göngu­skatti á eig­end­ur af­l­andskróna, sem þyrfti að vera veru­leg­ur, í því augnamiði að skapa hvata fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur til að taka þátt í aðgerðum sem miða að af­námi haft­anna. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sendi­nefnd­ar AGS, und­ir for­ystu Dariu Zhak­arovu, sem lauk í gær tveggja vikna heim­sókn sinni til Íslands.

Sendi­nefnd AGS var­ar við því að ráðist sé í af­nám hafta áður en rétt skil­yrði séu fyr­ir hendi – ann­ars væri hætt­an sú að gengi krón­unn­ar félli, verðbólga og skuld­ir einka­geir­ans myndu aukast sem hefði enn­frem­ur ruðnings­áhrif á banka­kerfið. Hins veg­ar er það mat AGS að það gæti flýtt fyr­ir af­námi hafta ef ekki yrðu sér­stök tíma­tak­mörk á því hvenær þeim yrði aflétt. Sam­kvæmt nú­ver­andi áætl­un Seðlabank­ans um af­nám hafta er gert ráð fyr­ir að þau verði af­num­in í árs­lok 2013.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK