Fjöldi atvinnulausra á evrusvæðinu hélt áfram að aukast í ágústmánuði og náði ennfremur nýju hámarki en atvinnuleysi mælist nú 11,4% á svæðinu samkvæmt tölum frá hagstofu Evrópusambandsins Eurostat.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að samtals hafi rúmlega 18,1 milljón manns verið í vinnu á evrusvæðinu í ágúst sem sé aukning um rúmlega 2,1 milljón samanborið við ágúst á síðasta ári.