Rúmlega 80% landsmanna eru fylgjandi aðskilnaði á starfsemi fjárfestingabanka og viðskiptabanka að því er fram kemur í nýrri könnun sem Capacent framkvæmdi að beiðni Straums fjárfestingabanka. Könnunin var lögð fyrir 1375 manns, en af þeim svöruðu 827. 80,2% þeirra voru alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðskilnaði, en aðeins 4,2% voru andvíg aðskilnaðinum. Rúmlega 15% svarenda sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg.
Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir kyni, aldri, búsetu og stöðu á vinnumarkaði, en karlar eru almennt hlynntari aðskilnaði en konur. Auk þessu er eldra fólk og höfuðborgarbúar einarðara í afstöðu sinni, auk þess sem atvinnurekendur og opinberir starfsmenn eru hlynntastir aðskilnaði eftir hópum á vinnumarkaði, en námsmenn virðast hafa mestar efasemdir.