Spölur skuldlaus árið 2018

Spölur rekur Hvalfjarðargöng.
Spölur rekur Hvalfjarðargöng. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt stefn­ir í að Spöl­ur verði orðinn skuld­laus árið 2018. Fé­lagið greiddi fyr­ir helg­ina 656 millj­ón­ir í af­borg­un af láni sem tekið var 1998. Fé­lagið hef­ur alltaf staðið í skil­um. 

Banda­ríska líf­trygg­inga­fé­lagið John Hancock Mutual Life Ins­urance Inc. og 15 ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir keyptu skulda­bréf og fjár­mögnuðu Hval­fjarðargöng­in til langs tíma, eft­ir að fram­kvæmd­um lauk og göng­in höfðu verið opnuð fyr­ir um­ferð sum­arið 1998. Í samn­ing­um var kveðið á um að Spöl­ur skyldi borga af lán­un­um ár­lega til 2018. Þá ætti fé­lagið að vera orðið skuld­laust og í kjöl­farið myndi það af­henda ís­lenska rík­inu um­ferðarmann­virkið til eign­ar end­ur­gjalds­laust.

Í frétt frá Speli seg­ir að John Hancock hafi viljað að greitt yrði af lán­inu í sept­em­ber, eft­ir sum­ar­um­ferðina með til­heyr­andi fjár­streymi inn á banka­reikn­ing Spal­ar. Þannig kom það sem sagt til að tími „stóru greiðslunn­ar“ var ákveðinn í sept­em­ber­mánuði. Það skyldi taka 20 ár að gera upp við lán­veit­end­ur Spal­ar með fyrstu af­borg­un í sept­em­ber 1999 og þeirri síðustu í sept­em­ber 2018.

Þetta gekk eft­ir og Spöl­ur hef­ur alltaf staðið í skil­um á gjald­daga. Í ár var greiðsla nr. 14 af alls 20, 656 milj­ón­ir króna að meðtöld­um vöxt­um. Þar af fá líf­eyr­is­sjóðir tæp­lega 450 millj­ón­ir króna en Íslands­banki liðlega 200 millj­ón­ir króna.

Losnaði við er­lendu lán­in árið 2005

Í árs­byrj­un 2005 bauð Spöl­ur út end­ur­fjármögn­un allra lang­tíma­lána sinna og samdi við Íslands­banka, sem lægst­bjóðanda, um að end­ur­fjármagna öll inn­lend og er­lend lán fé­lags­ins, alls 4,75 millj­arða króna. Bank­inn seldi fag­fjár­fest­um (líf­eyr­is­sjóðum) skulda­bréf fyr­ir 3 millj­arða króna og lánaði Speli 1,75 millj­arða króna. Spöl­ur gerði að fullu upp við John Hancock ann­ars veg­ar og við ís­lenska ríkið hins veg­ar.

Með end­ur­fjármögn­un­inni var unnt að minnka vaxta­kostnað Spal­ar veru­lega og létta jafn­framt að miklu leyti af fé­lag­inu geng­isáhættu sem fylgdi því að skulda í er­lend­um gjald­miðlum en hafa tekj­ur í ís­lensk­um krón­um.

Eft­ir greiðsluna eru lang­tíma­skuld­ir Spal­ar tæp­lega 3  millj­arðar króna, þar af er skuld fé­lags­ins við líf­eyr­is­sjóði um 2,1 millj­arður króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK