Ekki talin þörf á útboði

Ljósleiðari lagður í Grandahverfi á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur.
Ljósleiðari lagður í Grandahverfi á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Þrátt fyr­ir að ekki sé búið að setja Gagna­veitu Reykja­vík­ur í form­legt sölu­ferli hef­ur stjórn Orku­veit­unn­ar þegar gengið frá samn­ingi og söluþókn­un við fjár­mála­fyr­ir­tækið HF Verðbréf, sem hef­ur verið ráðgjafi við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu OR, um að hafa um­sjón með fyr­ir­hugaðri sölu.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að ekki var tal­in ástæða til að leita til­boða frá öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, á grund­velli útboðs, til að hafa um­sjón með sölu­ferl­inu.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, lét bóka at­huga­semd á stjórn­ar­fundi OR í lok ág­úst um að æski­legt væri að slík­ur um­sókn­araðili yrði val­inn á grund­velli útboðs eða að minnsta kosti yrði gerð verðkönn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK