Hlutabréfahækkun tengd Romney

Frá kauphöllinni í New York
Frá kauphöllinni í New York AFP

Bandarískar hlutabréfavísitölur héldu áfram að hækka í dag og telja ýmsir sérfræðingar á markaði að hækkunina í dag megi rekja til frammistöðu Mitts Romney í kappræðum við Barack Obama í gærkvöldi. Er það almenn skoðun þeirra sem fylgdust með að Romney hafi verið sigurvegari kvöldsins en þeir tókust á um efnahagsmál.

Meðal annars hækkuðu hlutabréf Alcoa um 3,30% og Bank of America um 3,4%. Hins vegar lækkuðu hlutabréf Apple um 0,7%.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 80,75 stig eða 0,60% og er lokaverð hennar 13.575,36 stig. S&P 500 hækkaði um 0,72% og Nasdaq um 0,45%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK