Spáir því að gull rjúki upp í verði

Gullstangir.
Gullstangir. Reuters

Sú ákvörðun bandarískra seðlabanka að dæla inn fjármagni í hagkerfið í þriðja sinn eftir hrun stórbankans Lehman Brothers haustið 2008 mun ýta enn frekar undir verð á gulli og þoka því upp í methæðir. Þetta er mat sérfræðings sem Daily Telegraph ráðfærði sig við.

Inngrip seðlabankanna kallast magnbundin íhlutun á íslensku en til hennar er gripið þegar hefðbundin peningamálastefna þykir ekki lengur bera árangur.

Hefur hún meðal annars falið í sér uppkaup á húsnæðisbréfum í Bandaríkjunum, skref sem leiðir til innflæðis fjármagns í kerfið.

Daily Telegraph hefur eftir Evy Hambro, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum BlackRock, að gullverðið geti farið í 2.400 dollara únsan næsta sumar en það var til samanburðar um 900 dalir þegar fyrsta lotan í hinni magnbundnu íhlutun hófst árð 2009.

Setur þetta áhuga gullkaupmanna á að kaupa gull á Íslandi í ákveðið samhengi.

Þá kemur fram að seðlabankinn í Suður-Kóreu hafi keypt 16 tonn af gulli í júlí og tvöfaldað birgðirnar að undanförnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK