Greiða 134 milljarða á ári af lánum

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Að óbreyttu munu áætlaðar af­borg­an­ir af er­lend­um lán­um annarra en rík­is­sjóðs aukast veru­lega á ár­inu 2015 og verða að meðaltali 134 millj­arðar króna á ári 2015-2018 eða um 8% af lands­fram­leiðslu.

Í þessu sam­bandi mun­ar mestu um af­borg­an­ir nýja Lands­bank­ans til þess gamla sem verða um 69 millj­arðar króna að meðaltali á ári á þessu tíma­bili eða 4% af lands­fram­leiðslu, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í riti Seðlabanka Íslands, Fjár­mála­stöðug­leika.

Ef ekki samið upp á ný gæti orðið þrýst­ing­ur á gengi krón­unn­ar

„Ef ekki kem­ur annaðhvort til end­ur­samn­inga um þess­ar skuld­ir eða að viðkom­andi aðilar öðlast aðgang að er­lend­um lána­mörkuðum til að end­ur­fjármagna þær gæti þrýst­ing­ur á gengi krón­unn­ar og gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans orðið veru­leg­ur, sem myndi gera los­un fjár­magns­hafta erfiðari en ella.

Því er mjög mik­il­vægt að end­ur­samið verði um skuld nýja Lands­bank­ans við þann gamla. Áhætta fyr­ir fjár­mála­stöðug­leika tengd los­un fjár­magns­hafta mun ekki koma í ljós fyrr en stig­in yrðu af­ger­andi skref sem geta skapað hættu fyr­ir gengi krón­unn­ar, gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans, lausa­fjár­stöðu bank­anna og fjár­mögn­un rík­is­sjóðs. Ekki er þó lík­legt að slík skref verði tek­in fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári,“ seg­ir í Fjár­mála­stöðug­leika.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK