Greiða 134 milljarða á ári af lánum

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Að óbreyttu munu áætlaðar afborganir af erlendum lánum annarra en ríkissjóðs aukast verulega á árinu 2015 og verða að meðaltali 134 milljarðar króna á ári 2015-2018 eða um 8% af landsframleiðslu.

Í þessu sambandi munar mestu um afborganir nýja Landsbankans til þess gamla sem verða um 69 milljarðar króna að meðaltali á ári á þessu tímabili eða 4% af landsframleiðslu, samkvæmt því sem fram kemur í riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika.

Ef ekki samið upp á ný gæti orðið þrýstingur á gengi krónunnar

„Ef ekki kemur annaðhvort til endursamninga um þessar skuldir eða að viðkomandi aðilar öðlast aðgang að erlendum lánamörkuðum til að endurfjármagna þær gæti þrýstingur á gengi krónunnar og gjaldeyrisforða Seðlabankans orðið verulegur, sem myndi gera losun fjármagnshafta erfiðari en ella.

Því er mjög mikilvægt að endursamið verði um skuld nýja Landsbankans við þann gamla. Áhætta fyrir fjármálastöðugleika tengd losun fjármagnshafta mun ekki koma í ljós fyrr en stigin yrðu afgerandi skref sem geta skapað hættu fyrir gengi krónunnar, gjaldeyrisforða Seðlabankans, lausafjárstöðu bankanna og fjármögnun ríkissjóðs. Ekki er þó líklegt að slík skref verði tekin fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári,“ segir í Fjármálastöðugleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka