Icelandic Group kaupir í Belgíu

Icelandic group Iceland UP
Icelandic group Iceland UP Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Icelandic Group hef­ur fest kaup á belg­íska fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Gadus. Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í vinnslu og sölu á fersk­um og kæld­um sjáv­ar­af­urðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjung­ur af hrá­efni fé­lags­ins kem­ur frá Íslandi. Meðal viðskipta­vina fé­lags­ins eru nokkr­ar af helstu smá­sölu­keðjum í Belg­íu en Gadus er annað stærsta  fyr­ir­tækið í sölu á fersk­um fiskaf­urðum í land­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelandic Group, en ár­svelta Gadus nem­ur um rúm­um 11 millj­örðum króna.

Lár­us Ásgeirs­son, for­stjóri Icelandic Group, seg­ir í til­efni af kaup­un­um að Gadus hafi sterka stöðu á heima­markaði og að þetta muni efla vinnslu og sölu á fersk­um og kæld­um sjáv­ar­af­urðum. „Kaup­in á Gadus eru í sam­ræmi við þær áhersl­ur sem við höf­um lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hef­ur sterka stöðu fyr­ir kæld­ar og fersk­ar sjáv­ar­af­urðir á sín­um heima­markaði og rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaup­un­um erum við að efla þann hluta rekstr­ar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á fersk­um og kæld­um sjáv­ar­af­urðum í sam­starfi við smá­sölu­keðjur, en sá þátt­ur starf­sem­inn­ar hef­ur gengið einna best á und­an­förn­um árum.“ 

Her­dís Fjeld­sted, stjórn­ar­formaður Icelandic Group, seg­ir þetta opna nýja markaði fyr­ir Icelandic Group. „Með kaup­un­um á Gadus opn­ast nýtt markaðssvæði fyr­ir Icelandic Group og sjá­um við mik­il framtíðar tæki­færi í að út­víkka starf­semi fé­lags­ins enn frek­ar og tengj­ast mörkuðum í helstu ná­granna­lönd­um Belg­íu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyr­ir neyslu á hágæða sjáv­ar­fangi.“

Gadus
Gadus Icelandic Group
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK