Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn Spánar úr BBB+ í BBB-. Einkunnin er nú einu þrepi frá svonefndum ruslflokki. Matsfyrirtækið segir að það komi til greina að lækka lánshæfið enn frekar.
Spánn glímir við mikinn skuldavanda og þar er gríðarlega mikið atvinnuleysi, eða það mesta á evrusvæðinu.
Ríkisstjórn landsins hefur gripið til viðamikilla niðurskurðar- og aðhaldsaðgerða. Margir eru þó á þeirri skoðun að Spánn verði að óska eftir neyðaraðstoð.