Rétti tíminn fyrir álver í Helguvík

Frá Helguvík
Frá Helguvík mbl.is/Golli

„Nú er rétti tíminn til að ráðast í byggingu álvers Norðuráls í Helguvík enda er slaki í hagkerfinu. Það er ekki öruggt að álverið verði reist. Ef framkvæmdirnar frestast eða eru slegnar út af borðinu dregur það úr því hversu hratt hagkerfið mun vaxa á næstunni, hversu hratt mun draga úr atvinnuleysi og ný störf skapast.“

Þetta segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Við spáum 3,4% hagvexti á næsta ári og erum þar að reikna með því að Helguvík komi inn af fullum þunga. En ef Helguvík hverfur úr myndinni má búast við að hagvöxturinn verði umtalsvert minni eða um 2,5%,“ segir Ingólfur.

Ingólfur segir að álverið í Helguvík geti haft góð áhrif á ýmsa þætti hagkerfisins: t.d. ráðstöfunartekjur heimilanna, atvinnuleysi, einkaneyslu og útflutning litið til lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK