Fyrsti fundur af þremur um húsnæðislán á mannamáli fór fram í liðinni viku. Hann var í boði Íslandsbanka sem bauð viðskiptavinum sínum upp á að mæta til þess að glöggva sig á málefninu.
Fundurinn var haldinn í útibúi bankans við Suðurlandsbraut og komust færri að á fundinum en vildu.
Íbúðaverð hækkað um 7 % að nafnvirði
Á fundunum er leitast við að svara spurningum um fasteignamarkaðinn, valkostir við fjármögnun á íbúðarhúsnæði eru kynntir auk þess sem fjallað er um kostnað þess að reka fasteign svo fátt eitt sé nefnt.
Á fundinum sagði Auðbjörg Ólafsdóttir hagfræðingur að nokkur viðsnúningur hafi verið á þessu ári en íbúðaverð hefur hækkað um 7% að nafnvirði. Þá hefur veltan aukist um 20% á fyrstu 8 mánuðum ársins auk þess sem meðalsölutími eigna er að styttast.
Fimmfalt fleiri lán í bankanum
Ný íbúðalán bankanna hafa fimmfaldast á þessu á ári en lán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um helming á sama tíma. Um 86% allra nýrra húsnæðislána eru óverðtryggð. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að íbúðaverð muni halda áfram að hækka og nemi hækkunin um 8% að raunvirði til ársloka 2014.
Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviði Íslandsbanka, fór yfir kostnaðinn við að reka fasteign í dag. Í erindi hans kom m.a. fram að í greiðslumati er miðað við að kostnaður við rekstur fasteignar sé 2,4% af fasteignamati á ári.
Að lokum fór Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á Viðskiptabankasviði Íslandsbanka, yfir þau húsnæðislán sem standa til boða í dag. Lánsfjárhæð er að hámarki 70% af fasteignamati en boðið er upp á viðbótarlán upp að 80% af kaupverði/markaðsverði. Viðskiptavinir hafa val um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum til þriggja ára auk verðtryggðra lána með vaxtaendurskoðun á 5 ára fresti.
Finnur Bogi kynnti einnig vaxtagreiðsluþakið sem er valkvæð þjónusta sem veitir viðskiptavinum með óverðtryggð húsnæðislán skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta.
Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 24. október. Skráning fer fram hér.