Bensín hækkað um 80% síðan 2009

Bensínverð hefur hækkað mjög mikið síðustu árin
Bensínverð hefur hækkað mjög mikið síðustu árin AFP

Síðan í ársbyrjun 2009 hefur bensínverð hérlendis hækkað um rúmlega 80% og farið úr 143 krónum á lítra upp í rúmlega 260 krónur. Á sama tíma hefur skattur á eldsneyti hækkað mikið eða um 60%, úr um 76 krónum á hvern seldan lítir í 121 krónu. Á meðan hefur álagning að mestu staðið í stað.

Þegar hlutföll kostnaðarliða eru skoðuð sést að innkaupaverð hefur hækkað úr 25% upp í 40%, en bæði skattar og álagning hafa lækkað. Álagningin hefur farið úr 22% niður í um 13%, meðan skattar voru í byrjun árs 2009 rúmlega 53% en hafa lækkað niður í 47%. 

Þessa miklu hækkun innkaupaverðs má skýra með gífurlegri hækkun hráolíu á tímabilinu, en verð á Brent norðursjávarolíu hefur farið úr rúmlega 43 Bandaríkjadollurum á hverja tunnu upp um tæp 160% í 112 dollara. 

Samsetning bensínverðs. Miðað er við verð síðasta föstudag, en verð …
Samsetning bensínverðs. Miðað er við verð síðasta föstudag, en verð hefur hækkað um 3 til 5 krónur síðan þá. Heimild: FIB mbl.is
Álagning og skattar á bensín. Heimild: FIB
Álagning og skattar á bensín. Heimild: FIB mbl.is
Verðþróun eldsneytis. Heimild: FIB
Verðþróun eldsneytis. Heimild: FIB mbl.is
Efnisorð: bensínverð
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK