S&P lækkar einkunn sjö spænskra banka

AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn sjö spænskra banka og þar á meðal tveggja stærstu banka Spánar, Santander og BBVA og eru horfur fyrir þá neikvæðar.

Lækkunin kemur í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfi spænska ríkisins 10. október síðastliðinn um tvo flokka en einkunn landsins er nú aðeins einum flokki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk.

S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunn Banesto, Banco Popular, Bankia-BFA, Banco Sabatell og CaixaBank samkvæmt frétt AFP. Fram kemur í fréttinni að alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hafi gefið Spáni hliðstæða einkunn.

Gert er ráð fyrir að Moody's tilkynni síðar í þessum mánuði hvort það muni lækka hana frekar og setja þar með skuldabréf spænska ríkisins í ruslflokk.

Komi til þess má búast við að lántökukostnaður Spánar munu hækka hratt og neyða ríkisstjórn landsins til þess að óska eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en spænskir ráðamenn hafa til þessa neitað að leita á náðir þeirra þrátt fyrir áskoranir þess efnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK