Betri niðurstaða en búist var við

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Árni Sæberg

Starf­andi ein­stak­ling­um fjölgaði um 7500 í sept­em­ber miðað við sama tíma í fyrra. At­vinnu­laus­um fækkaði einnig og eru nú 9 þúsund, miðað við rúm­lega 10 þúsund í fyrra. At­vinnu­leysi hef­ur því lækkað úr 6% niður í 5%. Þetta kom fram í töl­um vinnu­markaðsrann­sókn­ar Hag­stof­unn­ar sem birt­ist í morg­un.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sagði í sam­tali við mbl.is að sér væri nokkuð létt­ara yfir þess­um töl­um en þeim sem birt­ust í júlí og ág­úst sem hann seg­ir að hafi verið mikið áhyggju­efni. Seg­ir hann að þess­ar töl­ur gefi til kynna að meiri stöðug­leiki sé að kom­ast á vinnu­markaðinum en leit út fyr­ir sam­kvæmt fyrri töl­um.

Hann nefn­ir þó að þriðji árs­fjórðung­ur hafi al­mennt verið sá árs­fjórðung­ur þar sem flest störf hafi verið í boði, en svo hafi þeim fækkað á næstu tveim­ur árs­fjórðung­um. Vil­hjálm­ur seg­ir að þrátt fyr­ir þess­ar nýju töl­ur vanti enn tölu­vert uppá að efna­hags­lífið kom­ist á rétt ról. Seg­ir hann nauðsyn­legt að hag­vöxt­ur verði um 4 til 5% á ári næstu þrjú árin, en slíkt myndi koma okk­ur úr erfiðleik­un­um.

Sam­kvæmt spá ASÍ, sem birt var í gær, er áætlaður hag­vöxt­ur í ár og fram til árs­ins 2015 á bil­inu 2,3 upp í 2,8% og seg­ir Vil­hjálm­ur að með svo lág­an hag­vöxt muni ennþá vera hjakkað í sama far­inu. Fjár­fest­ing­ar í út­flutn­ings­grein­um séu lyk­il­inn að því að auka hag­vöxt­inn og að því eigi að róa öll­um árum að hans mati.

Í morgun­korni grein­ing­ar­deild­ar Íslands­banka er bent á að heild­ar­fjöldi vinnu­stunda hafi mælst 1,2% meiri á fyrri árs­helm­ingi í ár sam­an­borið við sama tíma­bil á ár­inu 2010 sam­kvæmt könn­un Hag­stof­unn­ar. Lands­fram­leiðslan jókst hins veg­ar tals­vert meira eða um 5,0% að raun­gildi á þessu sama tíma­bili. Seg­ir grein­ing­ar­deild­in að þekkt sé að þegar hag­kerfi taki við sér eft­ir mik­inn slaka nýti fyr­ir­tæki fyrst vinnu­afl bet­ur sem sé starf­andi áður en farið sé í nýráðning­ar. Þannig verður fram­leiðni­vöxt­ur­inn hraðast­ur við upp­haf upp­sveifl­unn­ar sem út­skýr­ir af hverju at­vinnu­ástandið hef­ur ekki fylgt hag­vaxt­arþró­un­inni.

Líkt og ASÍ spá­ir Íslands­banki því að at­vinnu­leysi verði yfir fjór­um pró­sent­um í lok árs 2014, en bank­inn ger­ir ráð fyr­ir að 4,1% verði þá at­vinnu­laus. ASÍ spá­ir aft­ur á móti 4,3% og Seðlabank­inn 4,4%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK