Segir stjórnvöld brjóta lög

Ekki var haldið utan um greiðslur til sérfræðinga.
Ekki var haldið utan um greiðslur til sérfræðinga. mbl.is/Kristinn

Fjármálaráðuneytið hélt ekki sérstaklega utan um greiðslur, sem skiptu tugum ef ekki hundruðum milljóna króna, til sérfræðinga, meðal annars breska ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint, sem störfuðu með vinnuhóp ráðuneytisins vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs sparisjóðs.

Hópurinn skilaði ennfremur ekki neinum minnisblöðum né öðrum gögnum til fjármálaráðuneytis vegna vinnu sinnar, heldur eru þau aðeins í fórum þeirra sem störfuðu í vinnuhópnum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins, sem fjallað er ítarlega um í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að svo virðist vera að stjórnvöld hafi við meðferð þessa máls brotið gegn upplýsingalögum, auk þess sem hann spyr hvort það sé svo að „einhverjir aðilar séu á slíkum samningi hjá stjórnvöldum að þeir geti sent inn reikninga, fyrir vinnu sína, án þess að sé sundurliðað fyrir hvað það er“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK