Um fimm þúsund heimili í vanskilum

Heild­ar­út­lán Íbúðalána­sjóðs námu um 1,3 millj­örðum króna í sept­em­ber en þar af var tæp­ur 1,1 millj­arður króna vegna al­mennra lána. Til sam­an­b­urðar námu al­menn út­lán í sept­em­ber 2011 um 1,9 millj­örðum króna.

Meðal­út­lán al­mennra lána voru um 8,9 millj­ón­ir króna. Heild­ar­fjár­hæð al­mennra lána fyrstu 9 mánuði árs­ins er sam­tals um 9,4 millj­arðar króna en var um 17,7 millj­arðar króna á sama tíma­bili 2011. Alls hef­ur Íbúðalána­sjóður veitt 972 al­menn íbúðalán frá ára­mót­um í sam­an­b­urði við 1.760 lán á sama tíma­bili í fyrra.

Greiðslur Íbúðalána­sjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuld­bind­inga námu um 7,7 millj­örðum króna í sept­em­ber. Upp­greiðslur námu um 1,2 millj­örðum króna.

Lána­safn Íbúðalána­sjóðs er alls 92.906 veðlán á 51.897 fast­eign­um í eigu ein­stak­linga og 8.497 fast­eign­um í eigu lögaðila. Van­skil hafa sögu­lega verið lít­il í út­lána­safni ÍLS en við hrun á fjár­mála­markaði haustið 2008 juk­ust van­skil ein­stak­linga úr því að ná til um 2% út­lána sjóðsins í það að ná til um 15% út­lána.

Í lok sept­em­ber 2012 námu van­skil ein­stak­linga 5,06 millj­örðum króna og er und­ir­liggj­andi lána­v­irði 95,4 millj­arðar króna eða um 14,2% út­lána sjóðsins til ein­stak­linga. Þetta sam­svar­ar 0,1% aukn­ingu frá fyrri mánuði og er 0,1% und­ir meðal­stöðu van­skila árs­ins 2012.

Heim­ili í van­skil­um eru 5.051 og þar af er 671 heim­ili með fryst­ingu á lán­um sín­um. Alls voru því 9,7% þeirra heim­ila sem hafa lán hjá Íbúðalána­sjóði með lán­in í van­skil­um í lok sept­em­ber 2012. Í lok árs 2011 var sama hlut­fall 8,7%, sam­kvæmt mánaðaskýrslu Íbúðalána­sjóðs sem kom út í gær.

Í lok sept­em­ber námu van­skil lána til lögaðila alls 2,38 millj­örðum króna og er und­ir­liggj­andi lána­v­irði 31 millj­arður króna. Þetta er um 21% út­lána sjóðsins til lögaðila, sem sam­svar­ar 0,6% lækk­un frá fyrri mánuði og er 1,6% und­ir meðal­stöðu van­skila lögaðila á ár­inu 2012. Lækk­un van­skila lögaðila það sem af er ári skýrist að mestu af því að und­ir­liggj­andi veðand­lag út­láns hafi verið yf­ir­tekið af Íbúðalána­sjóði.

Alls nema út­lán til lögaðila 18,1% af heild­ar­út­lán­um Íbúðalána­sjóðs. Í lok sept­em­ber náðu van­skil ein­stak­linga á höfuðborg­ar­svæðinu til 2.774 heim­ila og 2.277 heim­ila utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Sé litið til und­ir­liggj­andi láns­fjár­hæðar eru 12,6% lána ein­stak­linga á höfuðborg­ar­svæðinu í van­skil­um og 17,2% lána ein­stak­linga utan höfuðborg­ar­svæðis­ins í van­skil­um.

7,5 millj­arðar í van­skil­um en eigið fé ÍLS nem­ur 6,4 millj­örðum króna

Í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka í dag er fjallað um stöðuna hjá ÍLS. Þar kem­ur fram að sam­tals hafi van­skil við sjóðinn numið 7,5 millj­arði króna í lok sept­em­ber en til sam­an­b­urðar má nefna að um mitt ár var eigið fé ÍLS 6,4 millj­arðar króna.

„Und­ir­liggj­andi lána­v­irði lána í van­skil­um var hins veg­ar 126 ma.kr., eða sem sam­svar­ar ríf­lega 15% af heild­ar­lána­safni sjóðsins. Ljóst er að eigið fé ÍLS er harla lítið í sam­an­b­urði við van­skil­in.

Þar að auki verður að hafa í huga að sjóður­inn á ríf­lega 2.000 íbúðir og er inn­an við helm­ing­ur þeirra í út­leigu. Enn frem­ur býr sjóður­inn við of rúma lausa­fjár­stöðu, sem veld­ur rekstr­artapi þegar vext­ir eru lág­ir, líkt og bent var á í ný­legu riti Seðlabank­ans, Fjár­mála­stöðug­leika. Staða ÍLS er því afar veik og lík­legt að stjórn­völd þurfi annað hvort að leggja sjóðnum til veru­legt eigið fé á næst­unni eða standa við þá ein­földu rík­is­ábyrgð sem er á skulda­bréf­um sjóðsins,“ seg­ir í Morgun­korni Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK