„Viðskiptahættir hafa lítið breyst“

Eva Joly heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Hörpu um kreppuna …
Eva Joly heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Hörpu um kreppuna í banka- og fjármálaheiminum. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér er boðið af Samtökum fjárfesta og veit að ég mun því ræða við fólk sem tapaði töluverðu fjármagni í kreppunni. Ég mun með dæmum sýna að það hefur lítið breyst í viðskiptaháttum og einnig fjalla um nauðsyn þess að koma viðskiptaháttum í betra horf.

Evrópskir bankar of stórir til að þeim verði bjargað

Ég mun fjalla um nýlega skýrslu finnska seðlabankastjórans sem ráðlagði að við myndum ekki leyfa fjárfestingabönkum að meðhöndla fé sparifjáreigenda. Ég mun fjalla um það sem er að gerast í Bandaríkjunum og þeirra nýja regluverk og að evrópskir bankar eru í mun verri málum en þeir bandarísku og að þeir eru mun hættulegri fyrir heiminn. Þeir eru of stórir til að þeim verði bjargað,“ segir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrum ráðgjafi sérstaks saksóknara, sem á morgun mun halda fyrirlestur í Hörpu um kreppuna í banka- og fjármálaheiminum.

Stýrir nefnd sem vinnur að því að vinda ofan af spillingu í Afganistan

Joly er um þessar mundir í forsvari fyrir nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem veitir stjórnvöldum í Afganistan ráðgjöf um uppbyggingu lýðræðislegra stofnana.

„Ég mun fara þangað innan mánaðar. Ástandið þar er mjög slæmt og ekkert virkar. Það er ekki hægt að ímynda sér að það sé hægt að fara þangað og vinda ofan af spillingu eins og hér. En myndin sem ég nota til að lýsa ástandinu er norsk mynd af ís.

Tryggt ríki byggir á ríkum hefðum en í ótryggu ríki er allt veikt. Spilling er allsstaðar. Það er eins og á firði þar sem yfirborðið er frosið. Í 20 stiga frosti er hægt að ganga þar yfir örugglega en þegar hitastig er nálægt frostmarki er hægt að ganga en þarf að hlusta mjög vel og fara verlega.

Það má segja að ástandið í Afganistan sé mjög líkt því síðarnefnda. Og það má ekki biðja neinn einn um að taka á sig of mikla byrðar.

Láta fara fram opinbera rannsókn á Kabúlbanka

Við munum láta fara fram opinbera rannsókn á Kabúlbanka. Þetta var ákveðið í síðustu heimsókn minni þangað. Þetta er hugmyndin á bak við ískenningu mína. Ef allir vita hvernig hlutum er háttað og að það verði rannsókn þá veit fólk að það getur ekki hagað sér að vild og að það þarf að svara fyrir gerðir sínar. Rannsóknin hefur þegar hafist og við erum með öflugt fólk í þeirri vinnu,“ segir Joly.

Joly segir erfitt að svara til um hversu lengi vinnan í Afganistan vari. Hún segir það velta á tvennu, annarsvegar öryggismálum en þegar erlendar hersveitir hafi yfirgefið landið árið 2014 viti hún ekki hvernig ástandið þar verði. Nú þegar hafi 12 erlendir ríkisborgarar verið drepnir á leiðinni frá flugvellinum inn í Kabúl og ástandið sé viðkvæmt. Hún segist taka þetta starf skref fyrir skref. Hinsvegar segist hún verða í landinu á meðan hún telji sig gera gagn, en ásamt henni eru fimm aðrir sem koma að málum, þrír Afganir og tveir aðrir erlendis frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK