Fékk verðlaun fyrir íslenskan reðurstækkara

Ágúst Smári Beaumont er lengst til hægri á myndinni við …
Ágúst Smári Beaumont er lengst til hægri á myndinni við verðlaunaafhendinguna.

Íslenskt hug­vit í reðurs­tækk­un­um fékk 1. verðlaun í sam­keppni í Þýskalandi á dög­un­um fyr­ir Penomet-reðurs­tækk­ar­ann. Verðlaun­in nefn­ast Ven­us „Best Male En­hancement Product 2012“ og eru veitt ár­lega í fyr­ir hjálp­ar­tæki í þess­um flokki og tók Ágúst Smári Beau­mont, fram­kvæmda­stjóri UPL Distri­buti­on GmbH í Sviss, við verðlaun­un­um.

„Við fór­um í sam­starf við banda­rískt fyr­ir­tæki í Kali­forn­íu sem heit­ir Penomet. Við vor­um síðan til­nefnd til þess­ara verðlauna. Vor­um reynd­ar til­nefnd til tvennra verðlauna og unn­um. Þetta er auðvitað svaka­lega mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur og allt okk­ar starfs­fólk. Við erum ofboðslega stolt af þessu.

Með 16 manns í vinnu og hafa ekki und­an

Þetta er mik­il viður­kenn­ing, sér­stak­lega þar sem við erum ný­byrjuð. Við höf­um ekki und­an að fram­leiða þar sem þetta er allt sett sam­an í hönd­un­um og gert mjög smekk­lega. Við erum með 16 manns í vinnu og keyrt all­an sól­ar­hring­inn og við náum ekki að setja sam­an nema 150 stykki á dag. Það þarf að ráða fleira starfs­fólk og stækka,“ sagði Ágúst.

Hann seg­ir Banda­rík­in vera þeirra aðal­markaðssvæði en að var­an sé einnig seld nú í Kór­eu, Singa­púr, Ástr­al­íu og í Bretlandi.

„Við höf­um gert þetta áður með aðra vöru sem hét Bat­hma­te (Baðfé­lag­inn),“ seg­ir Ágúst en Penomet-pump­an á að vera full­komn­ari.

„Á Íslandi eru tvær græj­ur sem fólk með ris­vanda­mál get­ur fengið. Þetta hjálp­ar mun bet­ur en aðrar græj­ur sem eru leyfðar af Trygg­inga­stofn­un í dag. Við erum að skoða það í sam­starfi við AVK á Íslandi að koma þessu inn í kerfið heima. Þetta er auðvitað ekk­ert rosa­lega ódýr vara,“ seg­ir Ágúst.

Hann seg­ir Íslend­inga mega bú­ast við því á næstu dög­um að geta keypt vör­una og er vefsíðan penomet.is nú í þýðingu.

1 af hverju 28 ís­lensk­um karl­mönn­um keypt fyrri pump­una

„Varðandi fyrri vör­una sem við vor­um að selja á Íslandi, Bat­hma­te, þá var 1 af hverj­um 28 ís­lensk­um karl­mönn­um frá aldr­in­um 18 til 65 ára sem höfðu keypt sér pump­una. Þetta var orðið eins og fót­anudd­tækið. En mun­ur­inn er sá að þetta er ekki í geymsl­unni. Þetta er notað dags­dag­lega.

Svo er skemmti­legt að segja frá því að við höf­um alltaf boðið end­ur­greiðslu, mánaðartrygg­ingu, ef þú ert ekki ánægður með þetta og finnst þetta ekki vera að virka fyr­ir þig þá get­ur þú bara hringt og sagt að þú vilj­ir senda þetta til baka. Miðað við síðustu töl­ur sem ég fékk frá AVK þá er búið að skila síðan 2008 tíu stykkj­um af fleiri þúsund­um. Það er vart hægt að mæla þetta í pró­sent­um og þetta er ekki bara á Íslandi held­ur í öll­um þeim lönd­um sem við störf­um í,“ seg­ir Ágúst.

Hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins en ekki klám

Ágúst legg­ur áherslu á að þessi vara teng­ist ekki klámi. „Það eru voða marg­ir sem vilja taka hjálp­ar­tæki ástar­líf­is­ins og blanda því sam­an við dvd-klám. En við höf­um al­veg fast­ar regl­ur og selj­um ekk­ert svo­leiðis. Erum bara með hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins,“ seg­ir Ágúst.

Hann seg­ir Penomet-pump­una hafa komið til eft­ir gríðarlega marg­ar ábend­ing­ar frá not­end­um Bat­hma­te og að þeir hafi því sett verk­fræðinga sína í að þróa nýja vöru.

„Bat­hma­te og Penomet er sam­bæri­leg vara, en ekki eins. Mun­ur­inn er sá að þú get­ur skipt um múff­una neðan á. Ef þú kaup­ir stærsta pakk­ann þá get­ur þú keypt fimm pump­ur í einni en hjá aðal­sam­keppn­isaðilan­um okk­ar ertu fast­ur í einni stærð og styrk­leika,“ seg­ir Ágúst.

Stefna á lækn­is­fræðilega rann­sókn á næsta ári

„Við ætl­um síðan að fara í lækn­is­fræðilega rann­sókn á næsta ári og það verður að öll­um lík­ind­um gert í Sviss. Við erum að semja við tvo spít­ala um að taka þetta að sér. Ger­sam­lega óháð rann­sókn og við þurf­um að borga brús­ann, en ráðum nátt­úr­lega ekki út­kom­unni,“ seg­ir Ágúst að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka