Fyrst með snertilausar færslur

Valitor mun í byrjun næsta árs leiða tilraunaverkefni þar sem þúsund einstaklingar munu nota farsíma sína til að greiða fyrir vöru og þjónustu og gangi verkefnið vel mun Ísland líklega verða fyrsta landið í heiminum til að innleiða þessa breytingu á viðskiptaháttum.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að lykillinn að breytingunni felist í því að öryggi viðskiptanna sé tryggt en unnið hefur verið allt árið að undirbúningi innan fyrirtækisins. Valitor stendur fyrir ráðstefnu um snertilausar snjallsímagreiðslur í Hörpu í dag og á morgun þar sem fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar halda erindi um efnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK