„Nánast engin röskun hjá farþegum“

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höf­um svona verið að smá „flörta“ í svo­lít­inn tíma en raun­veru­leg­ar viðræður hóf­ust í raun­inni ekki fyrr en fyr­ir viku þannig að þetta gerðist mjög hratt þegar við fór­um að spjalla af ein­hverri al­vöru,“ sagði Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air um kaup fé­lags­ins á rekstri Ice­land Express sem upp­lýst var um í dag.

„Það mun nán­ast eng­in rösk­un verða hjá nein­um farþegum við þessa yf­ir­töku og við ætl­um okk­ur að sjálf­sögðu að þjón­usta þá í einu og öllu,“ sagði Skúli.

Fram hef­ur komið að WOW air verði með fjór­ar vél­ar í sinni þjón­ustu frá og með næsta vori. Skúli seg­ir að fram­boðið verði vænt­an­lega aðeins minna en hefði verið í tveim­ur fé­lög­um, en að það sé hluti af hagræðing­unni.

Skúli seg­ir kaup WOW air fjár­mögnuð með auknu hluta­fjár­fram­lagi til fé­lags­ins. Hann seg­ir að á næst­unni verði farið í gegn­um starfs­manna­mál­in og því ferli flýtt eins og kost­ur er. Rætt verði við alla starfs­menn Ice­land Express.

„En ég hrein­lega veit ekki ná­kvæm­lega hvernig eða hverj­ir það verða sem koma yfir, en hins­veg­ar tel ég mik­inn feng í því að geta núna rætt við starfs­fólk Ice­land Express. Þau unnu frá­bært starf á mörg­um víg­stöðvum og þarna er mik­il reynsla og þekk­ing,“ sagði Skúli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK