Kanadíska dagblaðið The Globe and Mail hóf í gær að að rukka lesendur vefsíðu sinnar fyrir aðgang að fréttum. Áskriftin kostar 20 Kanadadali á mánuði eða um 2.500 krónur.
Höfuðstöðvar dagblaðsins eru í Toronto. Blað gærdagsins var vafið inn í auglýsingu um breytta þjónustu á netinu.
Útgefandinn Phillip Crawley tilkynnti í maí á þessu ári að nauðsynlegt væri fyrir fyrirtækið að efla tekjugrunn sinn. Að rukka fyrir fréttir á netinu er tilraun til þess.
Þeir sem ekki vilja kaupa áskrift hafa samt sem áður aðgang að 10 ókeypis fréttum á síðunni í hverjum mánuði.