Styrking krónunnar gengin til baka

Styrking krónunnar frá í mars hefur að miklu leyti gengið …
Styrking krónunnar frá í mars hefur að miklu leyti gengið til baka. mbl.is

Veik­ing krón­unn­ar frá í ág­úst hef­ur verið rúm­lega 9% og hef­ur það unnið gegn styrk­ingu henn­ar fram­an af ári eft­ir að breyt­ing­ar voru gerðar á fjár­magns­höft­un­um í mars. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka bend­ir á þetta og seg­ir að gangi veik­ing síðustu mánaða ekki til baka muni það or­saka um­tals­verða verðbólgu næstu mánuði. 

Þá seg­ir grein­ing­ar­deild­in það áhuga­vert að sjá hvort hækk­andi fast­eigna­verð og auk­in um­svif á höfuðborg­ar­svæðinu fari ekki að skila sér í hækk­andi vísi­tölu, en raun­vext­ir hús­næðis og lækk­un á hús­næðis­verði úti á landi hef­ur hingað til haldið þess­um lið niðri. Bank­inn ger­ir því ráð fyr­ir að viðsnún­ing­ur verði þar á og á næstu mánuðum verði hóf­leg hækk­un á hús­næðislið neyslu­vísi­töl­unn­ar.

Gengisvísitalan
Geng­is­vísi­tal­an Ari­on banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK