Ætla að beita áhrifum sínum

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Morgunblaðið/Eggert

 Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem á 14% hlut í Eimskip, ætlar að beita áhrifum sínum til að hófs verði gætt varðandi kjör stjórnenda félagsins þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum vegna hlutafjárútboðs Eimskips.

„Á vordögum 2012 tók Lífeyrissjóður verzlunarmanna ákvörðun um að kaupa 14% hlut í Eimskipafélagi Íslands. Tengdist sú ákvörðun fyrirhuguðu hlutafjárútboði til fagfjárfesta og einstaklinga sem stendur nú yfir. Áður átti sjóðurinn óverulegan hlut í Eimskip, um hálft prósent hlutafjár.

Í ljósi umræðu um kauprétti nokkurra stjórnenda Eimskips vill sjóðurinn taka fram að hann átti ekki aðkomu að þeim ákvörðunum, sem teknar voru á árunum 2010 og 2011, um að veita stjórnendum fyrirtækisins þá kauprétti sem upplýst hefur verið um, enda átti sjóðurinn ekki aðild að stjórn félagsins.

Ákvörðun sjóðsins um kaup á 14% hlut í Eimskip var tekin að vandlega athuguðu máli þar sem kaupin voru talin tryggja vel hag sjóðfélaga til framtíðar enda er það mat sjóðsins að rekstrarhorfur félagsins séu góðar.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú afl hlutafjáreignar til að hafa áhrif á skipan stjórnar Eimskips. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að beita áhrifum sínum til að hófs verði gætt varðandi kjör stjórnenda félagsins þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK