Umframeftirspurn í útboðinu

Fyrsta áfanga að skráningu Eimskips er lokið en lokuðu útboði í 20% hlut í félaginu lauk í gær. Veruleg umframeftirspurn var í útboðinu, en samtals bárust tilboð fyrir yfir 12.000 milljónir króna frá fjárfestum.

Tilboðum var tekið fyrir 8.340 milljónir króna á verðinu 208 kr. á hlut.

Almennt hlutafjárútboð hefst 30. október 2012 kl. 10.00 og stendur til kl. 16.00 föstudaginn 2. nóvember. Í almenna útboðinu gefst fjárfestum og einstaklingum kostur á að skrá sig fyrir hlutum í Eimskip á sama verði og hlutabréf voru seld í lokaða útboðinu.

Í almenna útboðinu verða samtals seldir 10.000.000 hlutir eða samtals 5% af útgefnu hlutafé. Verði umframeftirspurn í almenna útboðinu hefur félagið heimild til að bjóða til sölu 6.000.000 eigin hluti eða 3% af útgefnu hlutafé. Samtals verður því boðinn til sölu allt að 8% hlutur í félaginu, segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka