Umframeftirspurn í útboðinu

Fyrsta áfanga að skrán­ingu Eim­skips er lokið en lokuðu útboði í 20% hlut í fé­lag­inu lauk í gær. Veru­leg um­fram­eft­ir­spurn var í útboðinu, en sam­tals bár­ust til­boð fyr­ir yfir 12.000 millj­ón­ir króna frá fjár­fest­um.

Til­boðum var tekið fyr­ir 8.340 millj­ón­ir króna á verðinu 208 kr. á hlut.

Al­mennt hluta­fjárút­boð hefst 30. októ­ber 2012 kl. 10.00 og stend­ur til kl. 16.00 föstu­dag­inn 2. nóv­em­ber. Í al­menna útboðinu gefst fjár­fest­um og ein­stak­ling­um kost­ur á að skrá sig fyr­ir hlut­um í Eim­skip á sama verði og hluta­bréf voru seld í lokaða útboðinu.

Í al­menna útboðinu verða sam­tals seld­ir 10.000.000 hlut­ir eða sam­tals 5% af út­gefnu hluta­fé. Verði um­fram­eft­ir­spurn í al­menna útboðinu hef­ur fé­lagið heim­ild til að bjóða til sölu 6.000.000 eig­in hluti eða 3% af út­gefnu hluta­fé. Sam­tals verður því boðinn til sölu allt að 8% hlut­ur í fé­lag­inu, seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK