Yfir fjórðungur Spánverja án atvinnu

AFP

Atvinnuleysi mældist rúmlega 25% á Spáni á þriðja ársfjórðungi en tugir þúsunda starfa voru lagðir niður í fjórðungnum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Spánar. Alls mælist atvinnuleysið 25,02% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 24,63% á öðrum ársfjórðungi.

Ríkisstjórn Mariano Rajoy hefur þurft að grípa til sársaukafullra niðurskurðaraðgerða, svo sem lækkunar útgjalda og hækkunar skatta vegna bágrar stöðu ríkissjóðs.

Niðurskurðurinn hefur mætt mikilli andstöðu meðal almennings á Spáni og hefur verið boðað til allsherjarverkfalls þar hinn 14. nóvember næstkomandi.

Atvinnuleysið er mest meðal ungs fólks en 52,34% fólks á aldrinum 16-24 ára eru án atvinnu. Á öðrum ársfjórðungi mældist atvinnuleysið 53,27% hjá þessum hópi.

Alls voru 5,78 milljónir Spánverja í atvinnuleit á tímabilinu júlí til september sem er aukning um 85 þúsund manns frá fyrri ársfjórðungi.

Á alls 1,74 milljónum heimila á Spáni er enginn á heimilinu með vinnu eða á einu af hverjum tíu heimilum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka