Má ekki vanmeta vogunarsjóði

mbl.is

Það er mjög þýðing­ar­mikið fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að „brenn[a] eng­ar brýr að baki sér“ áður en það ligg­ur ljóst fyr­ir hver sé raun­veru­leg er­lend skuld­astaða þjóðarbús­ins. Meðan sú óvissa var­ir þarf því að stöðva gjald­eyr­is­flæði frá land­inu á veg­um er­lendra aðila.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um og er unnið af mörg­um sér­fræðing­um á fjár­mála­markaði, en þar seg­ir enn­frem­ur, í tengsl­um við fyr­ir­hugaða nauðasamn­inga þrota­búa föllnu bank­anna, að nauðsyn­legt sé fyr­ir Ísland að byggja „upp sterka samn­ings­stöðu gagn­vart vog­un­ar­sjóðum ef í ljós kem­ur inn­an fárra ára að ekki sé til næg­ur gjald­eyr­ir til að greiða gjald­eyr­is­skuld­ir“.

Rétt eins og fram kom í frétta­skýr­ingu viðskipta­blaðs Morg­un­blaðsins í fyrra­dag bend­ir flest til þess að raun­veru­leg er­lend skuld­astaða þjóðarbús­ins sé nei­kvæð um hátt í 100% af vergri lands­fram­leiðslu, sem er um tvö­falt verri skuld­astaða en nýj­ustu hag­töl­ur Seðlabank­ans sýna.

Í nýrri frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að af þeim sök­um er það mat sér­fræðing­anna að ef staðan sé svo slæm, að eng­inn gjald­eyr­ir verður eft­ir í land­inu sök­um hárra greiðslna af vöxt­um og af­borg­un­um af er­lend­um lán­um, þá verði stöðu „þjóðarbús­ins ekki lýst með öðrum hætti en að hún sé grafal­var­leg“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK