Má ekki vanmeta vogunarsjóði

mbl.is

Það er mjög þýðingarmikið fyrir íslensk stjórnvöld að „brenn[a] engar brýr að baki sér“ áður en það liggur ljóst fyrir hver sé raunveruleg erlend skuldastaða þjóðarbúsins. Meðan sú óvissa varir þarf því að stöðva gjaldeyrisflæði frá landinu á vegum erlendra aðila.

Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og er unnið af mörgum sérfræðingum á fjármálamarkaði, en þar segir ennfremur, í tengslum við fyrirhugaða nauðasamninga þrotabúa föllnu bankanna, að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að byggja „upp sterka samningsstöðu gagnvart vogunarsjóðum ef í ljós kemur innan fárra ára að ekki sé til nægur gjaldeyrir til að greiða gjaldeyrisskuldir“.

Rétt eins og fram kom í fréttaskýringu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í fyrradag bendir flest til þess að raunveruleg erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé neikvæð um hátt í 100% af vergri landsframleiðslu, sem er um tvöfalt verri skuldastaða en nýjustu hagtölur Seðlabankans sýna.

Í nýrri fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir, að af þeim sökum er það mat sérfræðinganna að ef staðan sé svo slæm, að enginn gjaldeyrir verður eftir í landinu sökum hárra greiðslna af vöxtum og afborgunum af erlendum lánum, þá verði stöðu „þjóðarbúsins ekki lýst með öðrum hætti en að hún sé grafalvarleg“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka