128 fyrirtæki gjaldþrota í september

mbl.is/Kristinn

Í septembermánuði voru skráð 138 ný einkahlutafélög, flest í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til samanburðar voru 150 ný einkahlutafélög skráð í september í fyrra. Fyrstu 9 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.330, en það er 6% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.255 fyrirtæki voru skráð. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Þá voru 128 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í septembermánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 9 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 789, en það er tæplega 30% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 1.122 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot, það sem af er árinu eru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 166 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK