Fyrsti dagur almenns útboðs

mbl.is

Skráning fer fram á heimasíðu Straums fjárfestingabanka hf., www.straumur.com, og á heimasíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is.

Í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í Eimskipafélagi Íslands hf. hefur Eimskip birt lýsingu sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu auk viðauka við lýsinguna um verðbréfaviðskipti.

Lýsingin ásamt viðaukanum er gefin út á ensku og birt á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is, ásamt íslenskri þýðingu á samantektinni. Útprentuð eintök af Lýsingunni, ásamt viðaukanum, má jafnframt nálgast í höfuðstöðvum Eimskips í Korngörðum 2, 104 Reykjavík. Lýsingin ásamt viðauka verða aðgengileg næstu 12 mánuði.

Heildarfjöldi útgefinna hluta í Eimskip nemur 200.000.000, en þar af á félagið um 6,0% eigin hluta, segir í fréttatilkynningu. Allir hlutirnir eru í sama flokki og jafnréttháir. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur ein króna að nafnverði. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því að EIM verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf.

Seljendur í almenna útboðinu munu bjóða til sölu 10.000.000 áður útgefna hluti í Eimskip, sem samsvarar 5% af heildarhlutafé félagsins. Verði umframeftirspurn mun Eimskip bjóða til sölu allt að 6.000.000 af eigin hlutum og stækkar útboðið þá í allt að 8% af útgefnum hlutum eða samtals 16.000.000 hluti. Lágmarksáskrift er 25 þúsund krónur fyrir starfsmenn Eimskips og 50 þúsund krónur fyrir aðra fjárfesta. Útboðsgengið er fyrirfram ákveðið, kr. 208 á hvern hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK