Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu

Efnahagsástandinu á Spáni mótmælt.
Efnahagsástandinu á Spáni mótmælt. AFP

At­vinnu­leysi á evru­svæðinu náði nýj­um hæðum í sept­em­ber sam­kvæmt töl­um frá hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins Eurostat. Sam­kvæmt þeim er at­vinnu­leysið á svæðinu nú 11,6% og hækkaði sam­kvæmt því um 0,1% frá mánuðinum á und­an.

Þetta þýðir að um 18,5 millj­ón­ir manna séu án at­vinnu í ríkj­um evru­svæðis­ins en voru rúm­lega 18,3 millj­ón­ir í ág­úst. Mesta at­vinnu­leysið mæld­ist á Spáni eða 25,8% en minnst í Aust­ur­ríki þar sem það var 4,4%.

Ef horft er til Evr­ópu­sam­bands­ins í heild, það er bæði þeirra ríkja sam­bands­ins sem eru hluti evru­svæðis­ins og þeirra sem eru það ekki, voru rúm­lega 25,7 millj­ón­ir manna án at­vinnu í sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka