Mikill áhugi á sæstreng milli Íslands og Færeyja

Frá landtökustað Danice-sæstrengsins í Landeyjum.
Frá landtökustað Danice-sæstrengsins í Landeyjum.

Meg­in­inn­tak vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra Íslands og Joh­an Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Fær­eyja und­ir­rituðu í dag í Hels­inki, geng­ur út á að kannaður verði mögu­leiki þess að lagður verði sæ­streng­ur frá Íslandi til Fær­eyja. Auk þess er áréttaður vilji beggja þjóðanna til að auka notk­un end­ur­nýj­an­legr­ar orku og að stuðla að sam­starfi á sviði orku­tækni og -vís­inda. Þetta kem­ur fram í frétt frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Á síðasta ári settu Fær­ey­ing­ar sér það mark­mið að öll rafoka komi frá end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um árið 2050. Til að ná fram því mark­miði er lögð sér­stök áhersla á upp­bygg­ingu vindorku­vera, en einnig á vatns­orku sem nýtt verði til að jafna út álag í kerf­inu. Varðandi hús­hit­un er lögð áhersla á upp­setn­ingu varma­dæla og beina raf­hit­un. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að skoðaðir verði mögu­leik­ar á að tengja eyj­arn­ar með sæ­streng, annað hvort til Íslands eða Skot­lands.

Um það bil 60% af allri raf­orku­fram­leiðslu í Fær­eyj­um, og nán­ast öll hús­hit­un, bygg­ir á olíu. Árið 2011 var heildarra­f­orku­fram­leiðsla í Fær­eyj­um 280 GWst. en á Íslandi um 17.000 GWst. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að raf­orkuþörf­in árið 2050 verði allt að 900 GWst. og í þeim áætl­un­um er gert ráð fyr­ir raf­hit­un hús­næðis.

Árið 2007 var gerð út­tekt á mögu­leik­um þess að leggja sæ­streng frá Íslandi til Fær­eyja og lauk þeirri vinnu með út­gáfu skýrsl­unn­ar „Ind­ledende vur­der­in­ger af mulig­heden for at læg­ge elka­bel fra Is­land til Færøer­ne“. Orku­stofn­un og Jarðfeingi, jarðfræðistofn­un Fær­eyja, leiddu þá vinnu. Helstu niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar árið 2007 voru að ekki væri grund­völl­ur fyr­ir frek­ari vinnu á þeim tíma­punkti þar sem slík fram­kvæmd hefði ekki staðið und­ir sér fjár­hags­lega, en hvorki voru þá tald­ar laga­leg­ar né tækni­leg­ar hindr­an­ir í vegi fyr­ir því að ráðast í slíka fram­kvæmd.

Í ljósi auk­inn­ar áherslu á notk­un end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og þess að tækni­fram­far­ir varðandi sæ­strengi hafa verið mjög örar hef­ur verið ákveðið að end­ur­meta stöðuna og munu Orku­stofn­un og Jarðfengi, ásamt orku­fyr­ir­tækj­um í báðum lönd­um, koma að því end­ur­mati. Stefnt er að því að niður­stöður liggi fyr­ir í lok árs 2013, seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK