Það má gera ráð fyrir því á þessum kosningavetri að „einstaka stjórnmálamenn“ og jafnvel stjórnmálaöfl muni sjá ástæðu til þess að „hnýta í fjármálafyrirtækin af misjöfnu tilefni.“
Þetta segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í ávarpi í ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kom út í gær og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.
Hann segist vona að í umræðu um lánaumhverfi og skuldamál heimila verði „gengið fram af sanngirni og ábyrgð. Fjármálafyrirtækin hafa ekki færst undan eða veið dragbítur en úrlausnarefnið er flókið og þurfa álitamál að fara í gegnum skilgreind ferli til að fram komi nauðsynleg niðurstaða“.