Ekki umbunað fyrir að falla frá kauprétti

Sex lykilstjórnendum Eimskips sem féllu frá umsömdum kaupréttum vegna óánægju lífeyrissjóða var ekki umbunað fyrir það með öðrum hætti.

Þetta segja Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs fyrirtækisins, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, í samtali í Morgunblaðinu í dag, en þeir áttu kauprétti.

„Við mátum það svo í ljósi umræðunnar að það hefði skaðað hagsmuni Eimskips ef við hefðum haldið kaupréttunum,“ segir Hilmar Þór, og nefnir að stjórnendurnir sex hafi viljað tryggja framgang félagsins og hlutafjárútboðsins. „Þetta var því hið eina rétta.“

Bragi Þór staðfestir ummæli Hilmars. Hann segir að þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða stjórnendanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK