Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir að það taki fimm ár hið minnsta að komast yfir skuldakreppuna á evrusvæðinu. Þetta kom fram í máli Merkel á fundi með héraðsstjórnum kristilegra demókrata í dag.
„Margir fjárfestar trúa því ekki að við getum staðið við loforð okkar í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún segir að þessu verði að mótmæla af hörku og Evrópa verði að sannfæra heiminn um að það sé hagstætt að fjárfesta í Evrópu.