Skuldsettar þjóðir

Peningar
Peningar AFP

Í kjölfar skuldakreppunnar í Evrópu hefur veikleiki mikillar skuldasöfnunar ríkja komið meira í ljós, en skuldir nokkurra ríkja fara yfir 100% af vergri landsframleiðslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá að Grikkland er í sérflokki þegar kemur að skuldum ríkisins, en þær eru rúmlega 150% af landsframleiðslunni. Á sama tíma er Lúxemborg aðeins með skuldir upp á 20,9% af landsframleiðslu og Eistland um 7,3%.

Staðan er þó öðruvísi þegar horft er á skuldir einkaaðila, en Lúxemborg er þar hátt á lista með yfir 266% skuldir einkageirans sem hlutfall af landsframleiðslu. Á Íslandi er þetta hlutfall þó enn hærra og nemur um 304%.

Það eru þó ekki aðeins skuldirnar sem skipta máli í heildarsamhenginu, heldur verður að horfa til margra annarra atriða, svo sem hagvaxtar, trúar markaðarins á efnahag landsins, fjárfestinga og margs fleira.

Skuldastaða ríkja í Evrópu
Skuldastaða ríkja í Evrópu mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka