Vill rýmka heimildir lífeyrissjóða

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að auðlegðarskattur sé með þeim …
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að auðlegðarskattur sé með þeim hætti að það dragi úr áhuga á skráningu.

Forstjóri Kauphallarinnar kallar eftir því að heimildir lífeyrissjóða verði lítillega rýmkaðar sem myndi hafa það í för með sér að um 100 milljarðar verði tiltækir til að fjárfesta í minni og meðalstórum fyrirtækjum sem skráð eru á hliðarmarkað Kauphallarinnar, First North.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, leggur til að leyfa lífeyrissjóðum lögum samkvæmt að fjárfesta í nýjum flokki sem komið væri á fót – en nú mega sjóðirnir fjárfesta að hámarki 20% eigna sinna óskráðum eignum og annað í skráðum – sem væru fjárfestingar í bréfum á First North-hliðarmarkaðnum.

Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að þetta gæti haft mikla þýðingu fyrir mörg fyrirtæki og eflt nýsköpun til muna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK