Vill takmarka fjárfestingu í fasteignum

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Þróunin á húsnæðismarkaðinum er óeðlileg og hægt er að gera ráð fyrir því að þetta sé fasteignabóla. Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, í samtali við Bloomberg fréttaveituna. 

Eftir að fjármagnshöftunum var komið á urðu um 1 þúsund milljarðar aflandskróna fastir í hagkerfinu og síðan þá hafa þeir leitað í auknum mæli í fasteignamarkaðinn þar sem verð hefur hækkað um 17% síðan í apríl 2010 og er nú aðeins 1,7% lægra en þegar fasteignaverð var hæst í mars 2008. 

Sigríður segir að það sé ástæða fyrir Alþingi til að skoða það að setja lög sem takmarki fjárfestingakosti aflandskrónueigenda. Þetta eigi meðal annars við fjárfestingar þeirra á fasteignamarkaði, en hún segir að með fjármagnshöftunum hafi Íslendingar náð að lifa í gerviheimi með íslensku krónunni, sem sé þó ekki alvöru gjaldeyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK