Hæstu launin í sjávarútvegi

Meðallaun starfsmanna hjá Stálskipum á síðasta ári voru 23 milljónir króna en alls starfa 30 hjá fyrirtækinu. Hjá Eskju eru starfsmennirnir 89 talsins og meðallaunin á síðasta ári 19,8 milljónir króna.

Meðallaun hjá Brimi voru 17,5 milljónir króna á síðasta ári en alls starfa 228 hjá fyrirtækinu. Er það 57% hækkun frá árinu 2010, samkvæmt nýjum lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin.

Í næstu sex sætum varðandi hæstu meðallaunin hjá fyrirtækjum eru fjármálafyrirtæki. Arev verðbréfafyrirtæki greiðir starfsfólki sínu að meðaltali 15,5 milljónir króna í árslaun, Eyrir Invest er með 15.250 þúsund krónur í meðalárslaun og Júpiter með 14,3 milljónir króna. Næst í röðinni er Stefnir með 13,8 milljónir króna, Saga Capital með 12 milljónir rúmar og Auður Capital með 11,7 milljónir króna í meðallaun starfsmanna á síðasta ári.

Norðurál hagnaðist mest

Samkvæmt Frjálsri verslun er Bakkavör stærsta fyrirtækið árið 2011 líkt og 2010 og Actavis er í öðru sæti listans líkt og árið 2010.

Mesti hagnaðurinn er hjá Norðurál Grundartanga eða 11,5 milljarðar króna í hagnað fyrir skatta en eftir skatta er hagnaðurinn 9,5 milljarðar króna.

Í öðru sæti er Samherji með 11 milljarða í hagnað fyrir skatta en 8,8 milljarða króna hagnað eftir skatta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK