Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mjög mikið í dag eða um rúma fjóra Bandaríkjadali tunnan og er lækkunin talin viðbrögð við efnahagsástandinu í Evrópu.
Eru það einkum orð Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, sem höfðu áhrif til lækkunar. En Draghi er svartsýnn um ástand mála innan Evrópusambandsins.
Í New York lækkaði verð á WTI hráolíu til afhendingar í desember um 4,27 Bandaríkjadali og er 84,44 dalir tunnan.
Í London lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 4,25 dali og er 106,82 dalir tunnan.