Olíuverð lækkar um rúma 4 dali

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mjög mikið í dag eða um rúma fjóra Bandaríkjadali tunnan og er lækkunin talin viðbrögð við efnahagsástandinu í Evrópu.

Eru það einkum orð Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, sem höfðu áhrif til lækkunar. En Draghi er svartsýnn um ástand mála innan Evrópusambandsins.

Í New York lækkaði verð á WTI hráolíu til afhendingar í desember um 4,27 Bandaríkjadali og er 84,44 dalir tunnan.

Í London lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 4,25 dali og er 106,82 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK