Hlutabréf í verðmætasta fyrirtæki heims, Apple, hafa lækkað um 20% frá því að þau voru dýrust þann 21. september. Á þeim degi kom nýjasta útgáfa iPhone á markað.
Apple varaði við því í síðasta mánuði að ný tæki sem verið væri að þróa og setja á markað, s.s. iPad mini, myndu hafa áhrif á hagnað fyrirtækisins næstu mánuði.
Apple Inc. er þrátt fyrir þetta verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 548 milljarða dala. Næstverðmætasta fyrirtækið er olíurisinn Exxon Mobil Corp. en það er metið á 418 milljarða dala.