Segir Ísland nyrsta Afríkuríkið

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Það sem stend­ur upp úr eru upp­hæðirn­ar, en sam­tals hafa skatta­hækk­an­ir frá ár­inu 2008 verið um 87 millj­arðar á verðlagi árs­ins 2013. Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, um nýja skýrslu sem sam­tök­in létu gera um skatta­mál og kynnt var í morg­un. 

Leggja til 47 millj­arða skatta­lækk­an­ir

Í skýrsl­unni eru gerðar til­lög­ur til árs­ins 2017 um breyt­ing­ar á skatta­kerf­inu og lækka skatta um sam­tals 47 millj­arða og tryggja með því fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tækja og auka tekj­ur rík­is­sjóðs til lengri tíma. Meðal til­lagna er að setja veiðigjöld í sama horf og árið 2010, lækka tekju­skatt hluta­fé­laga úr 20% í 15% í áföng­um, auðlegðarskatt­ur­inn verði tíma­bund­inn eins og samið var um, trygg­inga­gjald lækki með minna at­vinnu­leysi og breyt­ing­ar verði á vöru­gjöld­um og virðis­auka­skatt­s­kerfi.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Vil­hjálm­ur að rík­is­stjórn­in hafi lítið skeytt um skaðleg áhrif sem skatta­breyt­ing­ar hafi haft og þau skaðlegu áhrif sem ein­staka ákv­arðanir hafi haft. Einnig hafi ekki verið staðið við samn­inga sem gerðir hafi verið við at­vinnu­lífið og í því sam­hengi nefn­ir hann bæði orku­skatt á stóriðjuna og trygg­inga­gjaldið. 

Varðandi trygg­inga­gjaldið þá hafi verið samið um hækk­un gjalds­ins vegna auk­ins at­vinnu­leys­is en að það færi svo lækk­andi í sam­ræmi við at­vinnu­leys­is­stig. Þrátt fyr­ir að það hafi minnkað hafi trygg­inga­gjaldið hald­ist óbreytt og seg­ir Vil­hjálm­ur að sam­tök­un­um reikn­ist að hægt sé að lækka það um 0,75 pró­sentu­stig.

Vilja vinna með stjórn­völd­um

Hann seg­ir at­vinnu­lífið vilja vinna með stjórn­völd­um og að oft hafi verið sýnt að menn vilji vinna að þess­um mál­um af ábyrgð og leita raun­hæfra lausna. Meðal ann­ars hafi verið skrifað und­ir stöðug­leika­sátt­mála og samið hafi verið um að aðhaldsaðgerðir skyldu  skipt­ast í hlut­föll­un­um 45% skatta­hækk­an­ir og 55% út­gjalda­lækk­an­ir. 

Niðurstaðan hafi aft­ur á móti verið öf­ugt við þetta og skatta­hækk­an­ir séu 20 millj­örðum of mikl­ar meðan niður­skurður­inn sé 20 millj­örðum of lít­ill. Með fjár­lög­um fyr­ir árið 2013 hafi rík­is­stjórn­in svo aukið þetta frá­vik með því að auka út­gjöld rík­is­sjóðs með nýrri skatt­lagn­ingu á at­vinnu­lífið. „Rík­is­stjórn­in hef­ur viljað vinna hug­mynda­fræðilega sigra á at­vinnu­líf­inu og þá er ekki skeytt um það hvort búið sé að gera samn­inga um hlut­ina eða ekki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Nyrsta Afr­íku­ríkið

Vil­hjálm­ur var harðorður í garð stjórn­valda á fund­in­um í morg­un sem hann sagði að hefðu komið óorði á Ísland sem fjár­fest­inga­tæki­færi. „Marg­ar breyt­ing­arn­ar eru þess efn­is að þær eru að breyta landa­fræðinni í huga er­lendra fjár­festa. Ísland er ekki leng­ur hluti af Evr­ópu þar sem treysta má á orð manna og stöðug­leika í starfs­skil­yrðum, Ísland er orðið nyrsta Afr­íku­ríkið. Um þetta er talað meðal er­lendra fjár­festa og þetta er staður sem við vilj­um ekki vera á.“

Aðspurður um það hvernig gert sé ráð fyr­ir að hægt sé að draga úr halla­rekstri rík­is­sjóðs þegar búið er að lækka skatta eins og lagt er til, seg­ir Vil­hjálm­ur að þarna sé verið að horfa til næstu 4 ára, en ekki lækk­un­ar beint í dag. Það þurfi líka að hafa í huga að þetta hangi sam­an við þá sýn sem sam­tök­in hafi um hag­vöxt og til að búa til aukna skatt­stofna með því að stækka kök­una, þá þurfi að gefa fyr­ir­tækj­um svig­rúm til að geta farið í fjár­fest­ing­ar. Ekki sé búið að sund­urliða ná­kvæma tíma­setn­ingu aðgerðanna, en hægt sé að nota þær sem horn­stein fyr­ir kom­andi stjórn­völd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK