Evran lækkar þriðja daginn í röð

AFP

Evran hefur lækkað gagnvart dollaranum þriðja daginn í röð samkvæmt frétt AFP en lækkunin er rakin til þess að áhyggjur fjárfesta af efnahagserfiðleikunum á evrusvæðinu vegi þyngra en áhyggjur þeirra af deilum í Washington um niðurskurð og skattahækkanir.

Haft er eftir Kathy Lien hjá fjárfestingafyrirtækinu BK Asset Management að markaðirnir telji dollarann fráhrindandi fjárfestingakost í augnablikinu í vegna deilna Baracks Obama Bandaríkjaforseta við repúblikana um það með hvaða hætti sé rétt að leiðrétta gríðarlegan fjárlagahalla landsins og yfirlýsinga hans um pólitísk átök um það næstu vikurnar.

Hins vegar liti dollarinn engu að síður betur út í augum fjárfesta en evran samhliða minnkandi hagvexti á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK