Skattar stoppa 135 milljarða verðmætasköpun í sjávarútvegi

Vís­ir og Þor­björn í Grinda­vík hafa síðustu 12 ár rekið þurrk­fyr­ir­tæki til að nýta sjáv­ar­af­urðir bet­ur og fá hærra verð fyr­ir hvert veitt kíló. Með þátt­töku fyr­ir­tækja í sjáv­ar­klas­an­um eru uppi há­leit mark­mið um að auka fram­leiðni um allt að 150% á næstu árum, en Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is, seg­ir ómögu­legt að fara út í þá fjár­fest­ingu sem nauðsyn­leg sé vegna veiðigjalds­ins og hárra skatta. 

Á fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í gær sagði Pét­ur að mik­ill ár­ang­ur hefði náðst hér á landi í að auka nýt­ingu sjáv­ar­af­urða. Á Íslandi seg­ir hann nýt­ing­ar­hlut­fallið á milli 60 til 70%, sem geri það að verk­um að hver 5 kílóa þorsk­ur selst á um 2 þúsund krón­ur. Hjá sam­keppn­isþjóðum okk­ar fást um 1500 krón­ur fyr­ir sama fisk vegna verri nýt­ing­ar. Þetta bil fari stig­minnk­andi og að Íslend­ing­ar þurfi að bregðast við eigi að stemma stig­um við þeirri þróun.

135 millj­arða verðmæta­aukn­ing

Sam­tals eru nú sjö fyr­ir­tæki sem starfa sam­an und­ir merkj­um Cod­lands full­vinnslu­verk­efn­is­ins sem út­gerðarfé­lög­in tvö standa á bak við. Þau hafa staðið í ým­is­kon­ar frum­kvöðla- og fræðimanna­starf­semi og gætu orðið mik­il­væg­ustu drif­kraft­ar til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar í framtíðinni að mati Pét­urs. Má þar á meðal nefna fram­leiðslu á snyrti­vör­um, heilsu­fæði og lyfj­um sem eru nokkuð ofar í virðiskeðjunni, en meðal ann­ars er slógið notað í þessa fram­leiðslu.

Um mikla verðmæta­aukn­ingu er að ræða og seg­ir Pét­ur í sam­tali við mbl.is að ef allt gangi upp geti þetta þýtt meira en hundrað millj­arða á árs­grund­velli í aukna verðmæta­sköp­un. „Með því að koma öll­um þess­um fyr­ir­tækj­um á sama stað er kom­inn grunn­ur á sam­starf fyr­ir fulln­ustuklasa á sviði sjáv­ar­af­urða. Miðað við mark­mið um að hægt verði að skapa verðmæti að and­virði 5 þúsund krón­ur fyr­ir hvert þorsk­kíló í stað 2 þúsund í dag, þá gæti þetta aukið verðmæta­sköp­un hér­lend­is um 135 millj­arða á árs­grund­velli.“

Hár skatt­ur og veiðigjöld koma í veg fyr­ir fjár­fest­ingu

Áætlað er að um 500 millj­ón­ir þurfi á ári næstu 3 árin til að koma þessu verk­efni af stað, en miðað við nú­ver­andi ástand seg­ir Pét­ur að ómögu­legt sé að fara þessa leið. Hingað til hafi eigið fé þurrk­fyr­ir­tæk­is­ins verið notað við fjár­mögn­un verk­efn­is­ins, en meðan veiðigjaldið taki 3 millj­arða úr grein­inni og í ofanálag tek­ur skatt­ur­inn stór­an hluta af auk­inni fram­leiðni.

„Fram­leiðniaukn­ing af verk­efn­inu er 3 þúsund krón­ur, en inn­byggt í lög­in að al­veg sama hvort fram­leiðni er auk­in með lækk­un kostnaðar eða með því að hækka tekj­ur, þá muni ríkið taka tvo þriðju af því. Þannig að aðeins verður þúsund­kall eft­ir af fram­leiðslu­aukn­ing­unni og það dug­ar ekki til að fara í verk­efnið,“ seg­ir Pét­ur og því nokkuð ljóst að nú­ver­andi skattaum­hverfi tak­mark­ar mjög fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem fyr­ir hendi eru í þess­ari grein.

Lausn vanda­máls­ins er að hans mati að leyfa grein­inni að stækka með auk­inni fram­leiðni sem komi fram í aukn­um skatt­tekj­um án þess að skatt­pró­senta sé hækkuð. „Ef okk­ur tekst þetta verk­efni þá munu koma mikl­ir skatt­ar út úr því. Leyfið okk­ur að búa til 3 þúsund kall­inn og skatt­leggið hann eðli­lega. Það er boðskap­ur­inn.“

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík
Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is í Grinda­vík Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK