Verðbólga dróst saman um 0,2% í Danmörku í október, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur. Mælist verðbólgan á tólf mánaða tímabili 2,3% samanborið við 2,5% í september.
Helstu skýringar á minni verðbólgu eru lækkun á matarverði og eldsneyti. Hins vegar hækkaði verð á áfengi og tóbaki um 8,7% vegna aukinna skatta á vöruflokkana.