Íbúðalánasjóður á 2.155 íbúðir

Um 53% fasteigna Íbúðalánasjóðs voru áður í eigu lögaðila og …
Um 53% fasteigna Íbúðalánasjóðs voru áður í eigu lögaðila og 47% voru í eigu einstaklinga. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Í lok októbermánaðar átti Íbúðalánasjóður 2.155 íbúðir sem sjóðurinn hafði eignast vegna þess að eigendur gátu ekki staðið í skilum. Sjóðurinn eignaðist 79 íbúðir í októbermánuði. Um 53% fasteigna sjóðsins voru áður í eigu lögaðila.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að í fullnustueignasafni sjóðsins endurspeglast byggingarsaga Íslendinga. Ástand þessara húseigna sé mismunandi, allt frá því að vera fullbúnar í góðu ástandi yfir í að vera óíbúðarhæfar vegna aldurs og lélegs ástands.

Elsta eign sjóðsins er frá árinu 1870 og sjóðurinn á 66 eignir sem byggðar eru fyrir árið 1932. Um helmingur safnsins eða 1.037 eignir er byggður á árunum 1997-2008.

871 íbúð er í útleigu um land allt. Íbúðalánasjóður hefur heimild til að leigja út eignir á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði. Þannig hefur sjóðurinn á stuttum tíma fjölgað leiguíbúðum um 80 á slíkum svæðum. Eignir sjóðsins eru leigðar út á markaðsverði.

Margar íbúðir óíbúðarhæfar

321 íbúð er óíbúðarhæf. Þessar íbúðir eru ýmist í byggingu og því ekki fullbúnar eða óíbúðarhæfar vegna aldurs og ástands. 709 íbúðir eru í sölumeðferð, annað hvort komnar í sölu eða unnið er að söluskráningu þeirra. Allar fasteignasölur í landinu geta tekið eignir sjóðsins í sölumeðferð en í gildi er samstarfssamningur við Félag fasteignasala um verklag við sölu eigna sjóðsins.

Af þeim 2.155 eignum sem Íbúðalánasjóður á hefur 1.651 eign nú þegar verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. 504 eignir bíða frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum.

Íbúðalánasjóður hefur selt 555 íbúðir frá áramótum 2007/2008. Nú er unnið að sölu stærri fjölbýlishúsa á nokkrum stöðum á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka