Rekstrarfélag íslensku Iceland-verslunarinnar fór fjárfestingarleið Seðlabankans og sótti 160 milljónir kr. með skuldabréfaútgáfu, skv. gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir Jóhannes Jónsson, aðaleigandi fyrirtækisins, þetta tengjast því að breska verslanakeðjan Iceland hafi á dögunum keypt 37% hlut í fyrirtækinu.
Þetta séu fjármunir sem hún kom með til landsins. Með fjárfestingarleiðinni er erlendum gjaldeyri skipt í krónur með um 20% afslætti gegn því að binda fjármagnið í fjárfestingu hér til lengri tíma. Viðskipti