Launamál bankastjóra Landsbankans til ESA

Landsbankinn.
Landsbankinn. hag / Haraldur Guðjónsson

Bankastjórn Landsbankans hefur sent eftirlitsstofnun EFTA, ESA, erindi þar sem fram koma áhyggjur stjórnarinnar af því að laun bankastjóra Landsbankans séu ákvörðuð af kjararáði. Telur stjórnin að þetta kunni að brjóta í bága við stjórnarskrá Íslands og EES-samninginn. Þetta kemur fram í uppgjörsskýrslu bankans fyrir 3. ársfjórðung.

Í skýrslunni segir að stjórnin hafi áhyggjur af því að laun bankastjóra Landsbankans, ákveðin af kjararáði, séu ekki samkeppnishæf á almennum markaði og að ákvörðunarvald kjararáðs stangist á við ábyrgð stjórnarinnar á rekstri bankans.

Þá hafi lögfræðilegir ráðgjafar stjórnar bankans sagt að núverandi launafyrirkomulag bankastjórans, þar sem laun hans eru ákvörðuð af kjararáði, geti verið brot á stjórnarskrá Íslands og EES-samningnum. Því hafi stjórnin þegar sent erindi til íslenskra stjórnvalda og ESA þar sem þessar áhyggjur eru viðraðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka