Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn franska ríkisins um eitt stig og er það nú Aa1 með neikvæðum horfum. Í janúar lækkaði Standard & Poor's lánshæfiseinkunn franska ríkisins úr AAA í AA+
Þar með er Frakkland ekki lengur með hæstu einkunn hjá tveimur matsfyrirtækjum af þremur. Fitch er eina fyrirtækið sem hefur ekki lækkað lánshæfi Frakka.